Rafskútur og umferðaröryggi

Rafskútur (e. e-scooter) eru rafknúin hlaupahjól, oft einnig kölluð rafhlaupahjól eða rafskottur. Rafskútur hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár, hér á landi sem og í heiminum öllum, og hafa þær orðið sífellt meira áberandi í umferðinni.

Nýjum ferðamátum fylgja líka spurningar um umferðaröryggi og undanfarið hefur skapast umræða um mögulega aukna slysahættu vegna rafskúta.

Á dögunum kom út Skýrslan „Rafskútur og umferðaröryggi“  sem er afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborg.

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif rafskútur hafi á umferðaröryggi og hvaða þættir það eru sem helst ógna öryggi rafskútunotenda sem og annara vegfarenda í umferðinni. 

Í verkefninu er litið til erlendra rannsókna á slysum tengdum rafskútum og einnig verður skoðað hvaða reglur gilda um rafskútur í öðrum löndum. Helsti ávinningur verkefnisins er sá að umræða tengd umferðaröryggi rafskúta verður upplýstari og markvissari. Verkefnið mun vekja athygli á því hversu mikilvægt er að huga að umferðaröryggismálum þegar nýir ferðamátar verða til og ferðavenjur breytast.

Skýrsluna má nálgast hér.

DEILA