Nýr bátur í siglingum í Jökulfjörðum og Hornströndum

Nýr bátur Borea Adventures í eigu Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur og Rúnars Karlssonar kom til Ísafjarðar í dag.

Báturinn er keyptur frá Florø Skyssbåt í Noregi. Nýji báturinn verður gjörbylting í þjónustu fyrirtækisins. Hann mælist um 15 metra langur og er með tveimur öflugum vélum. Í dag er hann með sæti fyrir 53 farþega en að öllum líkindum verður farþegafjöldinn eitthvað minni eftir að hann kemst í rekstur hjá okkur segir Nanný.

Báturinn er smíðaður árið 1986 og hefur verið í eigu sama eiganda frá upphafi.

Fyrir fjórum árum fór hann í gagngera klössun og meðal annars voru settar hann í tvær nýjar Scania vélar og er báturinn í afar góðu ásigkomulagi.

Þrátt fyrir gjörningaveður í ferðaþjónustu síðasta árið, erum við sannfærð um bjarta framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum nú þegar við sjáum fram á lokakaflann í baráttunni við veiruna segja hjónin.

Heimsiglingin gekk vel segir Nanný og reynist báturinn góður sjóbátur jafnvel í brælu eins og reyndi á í heimferðinni.

Ekki er komið nafn á bátinn en kemur fljótlega.

Hafnarstjórinn Guðmundur Magnús Kristjánsson og Nanný tóku á móti bátnum með blóm í hendi og Nanný að færa strákunum blóm og Muggi færir stelpunum.

Myndir: Halla Lúthersdóttir.

DEILA