MÍ : 76 nemendur brautskráðir

Síðasta laugardag voru 76 nemendur brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. 

Nemendur voru brautskráðir af 15 námsbrautum. Tíu nemendur úr húsasmíði, 2 nemendur af lista-og nýsköpunarbraut, 7 nemendur af sjúkraliðabraut, 8 úr skipstjórnarnámi A, 4 úr skipstjórnarnámi B, 1 úr stálsmíði og 2 úr vélstjórnarnámi A. 4 nemendur útskrifuðust með diplómu í förðun.

Alls útskrifuðust 47 nemendur með stúdentspróf og skiptust þannig eftir brautum: 4 af félagsvísindabraut, 5 nemendur af náttúruvísindabraut, 2 nemendur af náttúruvísindabraut – afreksíþróttasviði, 18 nemendur af opinni stúdentsbraut, 8 nemendur af opinni stúdentsbraut – afreksíþróttasviði, 3 nemendur af opinni stúdentsbraut með áherslu á háriðngreinar og 7 nemendur útskrifuðust með stúdentspróf af fagbraut.

Dux scholae 2021 er Karólína Mist Stefándóttir stúdent af náttúruvísindabraut með meðaleinkunnina 9,53.

Semidux er Egill Fjölnisson stúdent af félagsvísindabraut með meðaleinkunnina 9,05. 

Karólína Mist Stefánsdóttir. Mynd: Hrund Karlsdóttir.