Kópur í fóstri

Ásgeir Hólm Agnarson hefur tekið að sér verkefni í óvenjulegri kantinum. Hann og fjölskylda hans tóku að sér kóp sem fæddist fyrir tímann og var yfirgefinn af móður sinni í fjörunni í Súðavík. Ásgeir hefur verið í sambandi við selasérfræðinga í Reykjavík.

Kópurinn var orðinn horaður og Ásgeir tók hann með sér heim.  Kópurinn þarf að drekka á þriggja tíma fresti og Arna í Bolungarvík styður björgunarstarfið með að gefa rjóma enda veitir ekki af enda drekkur hann þrjá lítra af rjóma á dag.

Kópurinn ber nafnið Tóbías Eró.

Stefnt er að því að sinna Tóbíasi og styrkja og sundþjálfa svo hann geti lifað í náttúrunni.

Einstök vinátta hefur myndast milli heimilishundsins og Tóbíasar eins og sjá má á þessum myndum.

Myndir:



Ásgeir Hólm Agnarsson
DEILA