Ísafjörður: Dumky tríóið heldur tónleika á morgun, laugardag

Dumky tríóið heldur tónleika laugardaginn 29. maí (á morgun) klukkan 17 í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði. Tríóið skipa þrír nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Miðaverð 1.500 kr.-

Anna Katrín Hálfdánardóttir er nýútskrifuð með diplómagráðu í fiðluleik úr Listaháskóla Íslands. Seinustu fimm ár hefur hún lært undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur, fyrrverandi konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 

Soffía Jónsdóttir kláraði sitt fyrsta ár í sellóleik við Listaháskóla Íslands nú í vor. Helsti leiðbeinandi hennar við Listaháskólann er Sigurgeir Agnarsson, leiðari sellódeildar í Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 

Pétur Ernir Svavarsson er Ísfirskur píanóleikari og söngvari sem var lengi nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hann stundar nú nám við Listaháskóla Íslands í klassísku píanónámi og söngnámi með áherslu á söngleiki.


Hópurinn hefur spilað saman síðan í október í kammerverkefni við Listaháskóla Íslands og fluttu Dumky tríóið á vortónleikum við skólann núna í apríl. Á efnisskrá tónleikanna í hömrum eru verk eftir tvo höfunda fyrir píanótríó. Dumky tríó eftir Antonin Dvorak, sem hópurinn kennir sig við, og einnig tveir stuttir valsar eftir Fritz Kreisler; Liebesfreud og Liebesleid.

DEILA