Hvítasunnukirkjan Salem á Ísafirði

Ljósmynd: Sigurður Herlufsen

Hvítasunnukirkjan var formlega stofnuð þann 1. janúar 1945 undir nafninu „Salemsöfnuðurinn á Ísafirði“.

Árið 1993 var nafninu breytt í Hvítasunnukirkjan Salem í samræmi við nöfn annarra Hvítasunnukirkna á landinu. Frá árinu 1947 hefur söfnuðurinn átt Fjarðarstræti 24 og haft aðsetur þar.

Fyrsti forstöðumaður safnaðarins á Ísafirði var Arnulf Kyvik, en hann var einnig stofnandi kirkjunnar. 

Hinn 17. janúar 1945 keypti Arnulf Kyvik og söfnuðurinn sameiginlega ásamt Kristínu Sæmundsdóttur, féhirðis safnaðarins, húseignina Fjarðarstræti 24 undir starfsemi kirkjunnar. Tveimur árum síðar ánöfnuðu Arnulf og Kristín sínum hluta hússins til safnaðarins. Hinn 6. júlí 1947 varð húsið að fullu eign safnaðarins.

Árið 1988 hóf söfnuðurinn gagngerar endurbætur á húsinu og hefur kirkjan enn aðsetur að Fjarðarstræti 24.

Af vefsíðunni kirkjukort.net

DEILA