Handbendi hlýtur Eyrarrósina 2021

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í sautjánda sinn sunnudaginn 16. maí, við hátíðlega athöfn á Patreksfirði en það var Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði sem hlaut Eyrarrósina í fyrra .

Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.

Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni og er það í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra.  

Greta Clough, stofnandi og listrænn stjórnandi Handbendis tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð kr. 2.500.000. Viðurkenningunni fylgir að auki boð um að standa að viðburði á Listahátíð 2022 og framleitt verður vandað heimildamyndband um verkefnið.

DEILA