Góður árangur hjá Skotíþróttafélagi Ísafjarðar

Í gær stóð Skotíþróttafélag Ísafjarðar fyrir móti í þrístöðu, sem er eitt af landsmótum Skotíþróttasambands Íslands , og voru félagar í Skotí í flestum verðlaunasætum.

Í karlaflokki sigraði Valur Richter með 1037 stig, annar varð Leifur Bremnes með 937 stig og þriðji varð Ingvar Bremnes með 936 stig.

Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir með 1070 stig. Önnur varð Guðrún Hafberg með 885 stig og þriðja varð Margrét Linda Alferðsdóttir með 841 stig.

Valur Richter formaður Skotís segir að félagar í Skotís eru orðnir með þeim bestu á landinu og „það er aðalega aðstöðunni sem við byggðum á Torfnesi að þakka.“

DEILA