Flateyri: Röntgen á Vagninum í sumar

Frá vinstri: Hlynur Helgi Hallgrímsson, Geir Magnússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Sindri Páll Kjartansson, Ásgeir Guðmundsson og Ragnheiður Ólafsdóttir Mynd: aðsend.

Reykvíska öldurhúsið Röntgen, mun í sumar sjá um rekstur menningarhússins, knæpunnar og veitingastaðarins Vagnsins á Flateyri. Samningar um slíkt tókust fyrr í mánuðinum eftir drykklanga fundarstund forsvarsmanna staðanna tveggja.

Röntgen mun formlega taka yfir þann 1. júní en ekki er stefnt að því að miklar breytingar verði gerðar á rekstri Vagnsins heldur frekar að styðja enn frekar við það frábæra starf sem unnið hefur verið á staðnum undanfarin ár. 

Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar o.fl.o.fl. Umsjón veitingarstaðarins verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú.

Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies.

DEILA