Fjölgað um 0,4% á Vestfjörðum frá 1. des 2020

Frá íbúafundi í Árnesi.

Íbúum hefur fjölgað um 0,4% frá 1. desember 2020 til 1. maí 2021 samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Það er þriðja mesta fólksfjölgunin á landinu á þessum tíma. Aðeins hefur íbúum fjölgað meira á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum en á Vestfjörðum, en á þessum svæðum nemur fjölgunin 0,5%.

Þetta er óvenjusterk staða Vestfjarða að þessu leyti til miðað við síðustu áratugi. Þannig er til dæmis fólksfjölgunin á Suðurlandi aðeins 0,2% þrátt fyrir mikla uppbyggingu.

Litlar breytingar voru í íbúafjölda einstakra sveitarfélaga á Vestfjörðum í apríl. Í heild fækkaði um 5 íbúa í mánuðinum. Í Strandasýslu fjölgaði um 1 íbúa, í Reykhólahreppi fækkaði um 5 og um 5 á sunnanverðum Vestfjörðum. Á Norðanverðum Vestfjörðum fjölgaði um 4 íbúa.

Frá 1. desember er fjölgunin hlutfallslega mest í Árneshreppi 15%, sem reyndar er mesta fjölgunin á andinu.

DEILA