Ferjan Baldur : þrýstingsfall á gír vélarinnar í gærkvöldi

Viðvörunarljós kviknaði um þrýstingsfall á olíu á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í gærkvöldi þegar skipið var á áætlunarsiglingu. Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða sagði það hafa gerst á svipuðum stað og skipið bilaði í mars síðastliðinn. Bentu viðvörunarmerkin til þess að vesen væri í gírnum. Var skipinu snúið við og stefnt að Flatey þar til þrýstingur náðist upp. Gunnlaugur segir að skipið hafi aldrei verið vélarvana.

Við athugun beindist athyglin að dælu við gírinn og hefur þegar verið pöntuð ný dæla og er von á henni erlendis frá í lok næstu viku.

Á meðfylgjandi mynd af ferðum skipsins má sjá ferðir skipsins á tímabilinu frá kl 20 til 21:46 í gærkvöldi.

Hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengust þær upplýsingar að tilkynning hefði borist frá Baldri um að það hefði misst olíuþrýsting á vélinni