Broddanes

Broddanesskóli var tekin í notkun árið 1978 og var hann grunnskóli fyrir börn í Bitrufirði og Kollafirði. Kennslu var hætt árið 2004. Arkitekt byggingarinnar er dr. Maggi Jónsson.

Broddanes dregur nafn sitt af dröngum, Broddunum, sem standa undir Ennishöfða milli Kollafjarðar og Birtufjarðar. Einnig segir sagan að fyrsti ábúandi á Broddanesi hafi heitið Broddi, á hann að hafa verið heigður undir höfðanum nálægt dröngunum og sést dys hans þar enn.

Kyrrð og ró einkenna nágrenni heimilisins og er náttúran á svæðinu  mjög sérstök. Þar er fjölbreytt strandlengja, nes, vogar, eyjar, hólmar og sker. Dýralíf er að sama skapi einstakt, við ströndina synda selir og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu.

Nú er í Broddanesi rekið gistiheimili sem er opið frá 1. júní – 15. september

DEILA