Banaslys í Patreksfirði

Lögreglan á Vestfjörðum hefur greint frá því að slys hafi orðið í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar.

Maður á miðjum aldri hafði ætlað að fara út í hyl undir fossi sem heitir Svuntufoss. Mikill straumur reyndist í hylnum og virðist maðurinn hafa misst fótana og lent í sjálfheldu í straumnum og festist þar um stund þar til nærstaddir komu honum til hjálpar. Maðurinn var þá meðvitundarlaus. Endurlífgun var þegar hafin og var þeim tilraunum haldið áfram t þar til maðurinn hafði verið fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Lögreglan rannsakar slysið. Ekki er tímabært að greina frá nafni hins látna. Fjölkyldu hans hefur verið tilkynnt um atburðinn.