Act alone – Litla actið

Þegar ljóst var að ekki var hægt að halda Act Alone í fyrra þá ákváð Kómedíuleikhúsið að aflýsa ekki heldur halda annarskonar Act, og úr varð Litla Act alone – sem gengur út á sýningar fyrir leik og grunnskólanemendur á Vestfjörðum.

Nú þegar skuggi Covid 19 fer minnkandi hafa Elfar Logi og Kómedíuleikhúsið flakkað um Vestfirði og haldid sýningar. Sýnt hefur verið á ýmsum stöðum og hafa þau verið að sýna Iðunn og eplin sýningu Kómedíuleikhússins við mikla kátínu barnanna.