Vesturbyggð: Rafrænn íbúa­fundur um samein­ing­armál í næstu viku

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar hefur ákveðið að láta fram­kvæma grein­ingu og könnun á hagkvæmni samein­ingar Vest­ur­byggðar við Tálkna­fjarða­hrepp. Af því tilefni er boðað til rafræns íbúa­fundar mánu­daginn 26. apríl kl. 17:30-19:00.

Á fund­inum verður kynning á verk­efninu og leitað eftir sjón­ar­miðum íbúa um hvaða atriði skipta mestu máli, ef til samein­ing­ar­við­ræðna kemur.

Fundurinn verður rafrænn í Zoom-fjarfundakerfinu. Til að fylgjast með kynningum og taka þátt í umræðum þarf því að lágmarki nettengda tölvu með hátalara og hljóðnema. Æskilegt er að þátttakendur séu einnig með vefmyndavél svo aðrir fundarmenn sjái við hvern þeir eru að tala. Fundinum verður einnig streymt á facebook síðu Vesturbyggðar og upptökur af kynningu verða gerðar aðgengilegar á heimasíðu Vesturbyggðar.

Hér er slóð á fundinn á Zoom, en fundurinn opnar um kl. 17:20 þann 26. apríl.

https://us02web.zoom.us/j/89766844132?pwd=c3h1SW5XNmV5U2JiM3p3N2xIOTlqZz09

DEILA