Veitingaflóran eykst á Vestfjörðum

Mynd Henrý Ottó Haraldsson.

Matarvagnar hafa ekki verið algeng sjón hérna á Norðanverðum Vestfjörðum en  nú stefnir í að ekki einn heldur tveir séu að hefja rekstur.

Henrý Ottó Haraldsson, Ísafirði verður með sushi bíl og ætlar að byrja i kringum 20. maí. Henrý leggur upp með að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Til að byrja með verður bílinn staðsettur við Edinborgarhúsið. Hann segist einnig vera með þá pælingu að skreppa á Dynjanda einhverjar helgar í sumar og fæða fólkið í góðu veðri. Bílinn ber það flotta nafn Jötunn Átvagn.

Hinn matarvagninn er í eigu Odds Andra Thomassonar í Víkurskálanum í Bolungavík Sá vagn ætti að losna úr tolli eftir helgi. Oddur segir að verið sé að þróa rekstrargrundvöllinn og sumarið verður notað í prufukeyrslur. Ein hugmyndin er að rúnta í smábæina og elda eingöngu úr hráefni sem er framleitt á hverjum stað.

Einnig að nýta vagninn í júlí til að létta á eldhúsinu í Víkurskálanum.

Oddur segist opinn fyrir öllu til dæmis að búa til viðburði í kringum vagninn og alls kyns samstarfi. Vagninn hefur ekki enn fengið nafn.

DEILA