Uppbygging á Nauteyri

Ný eldisker á Nauteyri

Á Nauteyri er starfrækt seiðaeldisstöð Háafells og þar hefur verið unnið að því að auka afkastagetu stöðvarinnar og bæta tækjakost sem skilar sér í aukinni velferð fyrir fiskinn og betri vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn.

Vestfirskir verktakar hafa auk þess verið að reisa fóður- og vélaskemmu og nú nýlega hófst uppsetning á fjórum nýjum eldiskerjum í öðru eldishúsanna sem koma í stað fjölda eldri og smærri kerja.

Á vefsíðu Hraðfrystihússins-Gunnvarar segir Einar Valur Kristjánsson framkvæmdarstjóri:  

„Það er virkilega gleðilegt að nú um 10 árum frá fyrstu umsókn okkar séu hlutirnir loksins að gerast. Háafell hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á að fara varlega í sakirnar og byggja þessa nýju atvinnugrein uppá bestu fáanlegu þekkingu og vísindum eins og umhverfismatsferli okkar ber merki um. Móðurfélag Háafells, Hraðfrystihúsið- Gunnvör hf. er búið að starfa hér við Ísafjarðardjúp í 80 ár og hyggst gera það áfram, eldið er einn liður í því og jafnframt aukum við verðmætasköpunina á svæðinu og fyrir þjóðarbúið, en það er ekki vanþörf á því þessa dagana. Heilt yfir erum við spennt fyrir verkefninu og eru starfsmenn okkar á fullu við að skipuleggja frekari framkvæmdir.“

Ný fóður- og vélaskemma
DEILA