Sýningin Vakning í Safnahúsinu

Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnar sýninguna Vakning í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni, föstudaginn 30. apríl kl 17:00 en síðasti sýningardagur er laugardagurinn 5. júní.

Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 12:00 til 18:00 og á laugardögum frá kl. 13:00 til 16:00. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.

Guðrún nam myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París 1978-79 og Akademie der Bildenden Künste í München 1979-83. 

Hún hefur haldið fjölda sýninga, hér heima, í Evrópu og Bandaríkjunum og hlotið fjölda viðurkenninga, bæði fyrir myndlist sína og fyrir störf sin á sviði nýsköpunar en hún hefur verið frumkvöðull á ýmsum sviðum; stofnað og rekið myndlistarskóla og listræna hönnunarstofu sem hún rak í Þýskalandi og hér heima um árabil.

Guðrún stofnaði einnig og rak umhverfisvefinn Náttúran.is um 10 ára skeið en hún hefur verið í framvarðasveit fyrir umhverfisfræðslu á Íslandi frá því að hún flutti aftur til landsins árið 2000. 

Aðal efniviður í myndlist Guðrúnar er olía á striga en málverk hennar eru oftast risastór og byggja á hugmyndafræðilegum grunni og eru mjög persónuleg en hún vinnur einnig í aðra miðla og teikningin er aldrei langt undan enda hennar helsti rannsóknarmiðill. Verk eftir Guðrúnu er að finna í opinberum söfnum bæði hérlendis og

DEILA