Strandir.is er nýr fréttavefur


Strandir.is er nýr frétta- og upplýsingavefur Stranda. Helsta markmið miðilsins er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um þjónustu á svæðinu.

Strandabyggð og Árneshreppur eru þátttakendur í verkefninu Brothættar byggðir, á vegum Byggðastofnunar.

Það var á fyrsta íbúafundi Strandabyggðar í tengslum við verkefnið sem hugmynd um sameiginlegan vef fyrir svæðið kom upp.

Sótt var um styrk í Öndvegissjóð Brothættra byggða og fékk verkefnið myndarlegan styrk sem gerði það kleift að ráðast í þetta framtak.
Ákveðið var að endurvekja lénið strandir.is sem hafði legið í dvala í nokkur ár en það var þjóðfræðingurinn Jón Jónsson sem stofnaði héraðsfréttavef á því léni árið 2004 og flutti þar fréttir og mannlífsmyndir af svæðinu til fjölda ára.

Ritstjóri strandir.is er Silja Ástudóttir.