Rekdufl við yfirborð sjávar

Hafrannsóknastofnun vinnur að mörgum verkefnum tengdu hafinu.

Nú er í gangi verkefni með Veðurstofunni, Háskóla Íslands og Landhelgisgæslunni ásamt bandarískum vísindamönnum m.a. við Scripps hafrannsóknastofnunina við háskólann í San Diego, en þau leiða vísindahluta verkefnisins.

Rekdufl sem eru sjósett í leiðöngrum stofnunarinnar safna gögnum við yfirborð hafsins en þau eru hluti af stórum flota af rekduflum.

Í leiðangri í febrúar var farið langt suður af landinu til að sjósetja þar 23 dufl auk 14 annarra sem sett voru út á mælistöðvum Hafrannsóknastofnunar (mynd 1) en árið á undan voru 21 dufl sjósett í nokkrum leiðöngrum.

Rekduflin eru mismunandi gerðar og mæla ekki öll það sama, meðal mælistærða eru loftþrýstingur, yfirborðshiti sjávar, ölduhæð og tíðni öldu. Rekduflin senda gögn í rauntíma og er hægt að skoða staðsetningu þeirra, farleið og gögnin sem þau senda á vefsíðunni: https://gdp.ucsd.edu/apps/projects/noaa/global-drifter-program.html