Pétur Markan segir sig úr Samfylkingunni

Pétur Markan fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík og einnig fyrrverandi formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sagt sig úr Samfylkingunni.

Í úrsagnarbréfinu segir Pétur að hann hafi verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi og hafi á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn svo sem verið formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar.

„Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun.“

Þá segir Pétur að hann hafi lesið „sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“

DEILA