Öll vötn til Dýrafjarðar-Auglýst er eftir umsóknum um styrki

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða, sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2021. 

Heildarupphæð úthlutunar ársins 2021 eru 7 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2021 kl. 16:00. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem má finna hér.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni. Heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Einnig verður horft til stærri verkefna sem hvetja til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar. 

Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn.