Karfan: Vestri vann Hamar í karlaflokki

Vestri vann á mánudagskvöldið góðan sigur á liði Hamars í 1. deild karla í körfuknattleik 97:82. leikurinn fór fram á Ísafirði.

Vestri hafði góð tök á leiknum og vann alla fjóra leikhlutana. Í hálfleik hafði Vestri sjö stiga forystu. Ken_jah Bosley var stigahæstur heimamanna með 25 stig, Gabriel Adersteg gerði 22 stig , Nemanja Knezevic 17 stig og Hilmir Hallgrímsson 14 stig.

Vestri er nú í 5. sæti deildarinnar með 16 stig, en Hamar sem fyrr í 2. sæti með 18 stig.

Vestri-Stjarnan 47-65

Í kvennaflokki lék Vestri i gærkvöldi við Stjörnuna frá Garðabæ og sigruðu Garðbæingar með 19 stiga mun. Í hálfleik munaði aðeins einu stig á liðunum en í þriðja leikhluta náði Stjarnan 19 stiga mun og varð sigri þeirra ekki ógnað eftir það.

Vestri: Sara Emily Newman 13/10 fráköst, Olivia Janelle Crawford 10/6 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 7/4 fráköst, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir 5/6 fráköst, Stefanía Silfá Sigurðardóttir 3/7 fráköst, Linda Marín Kristjánsdóttir 3/5 fráköst, Ivana Yordanova 3, Hera Magnea Kristjánsdóttir 2, Sigrún Camilla Halldórsdóttir 1, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir 0/4 fráköst, Katla María Magdalena Sæmundsdóttir 0.