Ísafjörður: Rauði krossinn án aðstöðu í bili

Í tilkynningu frá Rauða krossinum á Ísafirði kemur fram að hann er ekki lengur með skrifstofuaðstöðu.  

Ef einhver þarf að hafa samband við Rauða krossinn er hægt að senda tölvupóst á netföngin:  formadur.isafjordur@redcross.is  og gjaldkeri.isafjordur@redcross.is

Rauði krossinn á Ísafirði er að missa aðstöðu sína við Vestrahúsið, en hefur fengið vilyrði fyrir aðstöðu á öðrum stað í bænum. Það mun taka einhvern tíma að flytja gámana og koma aðstöðunni í gang.

Ekki verður hægt að taka við fötum á meðan þetta ástand varir. Fólk er vinsamlegast beðið um að skilja ekki eftir poka við Vestrahúsið.

Send verður út ný tilkynning strax og fyrir liggur að ný aðsaða er tilbúin.