Ísafjarðarbær: Umboðsmaður Alþingis spyrst fyrir um ráðningu sviðsstjóra

Umboðamaður alþingis hefur sent bréf til Ísafjarðarbæjar þar sem hann spyrst fyrir um málsmeðferð hjá bænum þegar ráðið var í starf sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Fer hann fram á að fá afrit af gögnum málsins, svo sem minnismiðum og fundargerðum og skýringum á því hvernig hvernig málsmeðferðin samræmist stjórnsýslulögum, sveitarstjórnarlögum og bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

Jóna Benediktsdóttir, sem var einn umsækjanda um stöðuna, staðfestir við Bæjarins besta að hún hafi sent inn fyrirspurn til umboðsmanns alþingis um nokkur stjórnsýsluatriði sem hún var ekki viss um að samræmdust góðum stjórnsýsluháttum í þessu ráðningarferli og að umboðsmaður Alþingis hafi tekið þær fyrirspurnir til efnislegrar málsmeðferðar.

DEILA