Ísafjarðarbær: nýr samstarfssamningur um Skrúð

Lagður hefur verið fram til samþykktar samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar við Framkvæmdasjóð Skrúðs og verður hann tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjónar á morgun.

Samningurinn er gerður á grunni upphaflegs samnings frá 2002 og er til næstu þriggja ára.

Rekstur garðsins verður í höndum Ísafjarðarbæjar og renna þjónustugjöld og aðgangseyrir til Ísafjarðarbæjar.

Tilgangur samstarfsins er að stuðla að varðveislu Skrúðs sem er elsti skrúð-, matjurtaog kennslugarður landsins og hornsteinn í garðyrkjusögunni. Jafnframt að tryggja eðlilegt viðhald og umhirðu hans almenningi til fróðleiks.

Framkvæmdasjóður Skrúðs vinnur að verndaráætlun í samráði við skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar og í samstarfi við Minjastofnun Íslands. Verndaráætlun og friðun er háð samþykki bæjarstjórnar. Stefnt er að því að friðlýsa elsta hluta garðsins þ.e. lnr. 14992 (stærð 35 x 75 m).

DEILA