Helgihald og messur í Ríkisútvarpinu

Vegna sóttvarna eru margar kirkjur lokaðar og ekki messað þar um bænadaga og páska. Vilji fólk hlýða á helgistundir þá bendir Þjóðkirkjan á að sumar kirkjur streyma guðsþjónustum. Eins er hægt að hlýða á útvarp og sjónvarp. Dagskráin þar er á þessa leið: Á skírdag, 1. apríl, var útvarpað á Rás 1 guðsþónustu frá Áskirkju kl. 11.00. Prestur var sr. Sigurður Jónsson.

Útvarpað verður á Rás 1 guðsþjónustu frá Laugarneskirkju 2. apríl, á föstudaginn langa, kl. 11.00. Prestur er sr. Davíð Þór Jónsson.

Þá verður á föstudaginn langa, 2. apríl, sjónvarpað á RÚV frá helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 17.00. Þar flytur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hugleiðingu.

Páskaguðsþjónustunni í Dómkirkjunni verður útvarpað á Rás 1 kl. 11.00, 4. apríl á páskadag, og sjónvarpað á RÚV þremur tímum síðar, kl. 14.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar.

DEILA