Háskólasetur Vestfjarða: opnað fyrir nýja stofnaðila

Aðalfundur Háskólasetur Vestfjarða verður í næstu viku, fimmtudaginn 6. maí. Gerð hefur verið breyting á samþykktum Háskólasetursins, sem er sjálfseignarstofnun, að nýir aðilar geta komið inn í hóp stofnaðila.

Þegar Háskólasetrið var stofnað fyrir 15 árum gerðust 42 aðilar, fyrirtæki og stofnanir aðilar að setrinu. Ekki hafa nýir bæst við síðan þá en hins vegar 6 sem hafa hætt starfsemi þannig að stofnaðilar eru nú 36.

Peter Weiss hefur verið forstöðumaður frá upphafi og hann sagði í samtali við Bæjarins besta að nýir stofnaðilar myndu greiða 300 þúsund króna eingreiðslu fyrir. Ekki eru innheimt árgjöld. Peter sagði að hver stofnaðili réði virkni sinni en aðild fleiri aðila að Háskólasetrinu styrkti það og efldi, sérstaklega með tilliti til stækkandi tengslanets.

Hægt er að gerast stofnaðili alveg fram að aðalfundinum og best er að senda Peter Weiss skilaboð á netfangið weiss@uw.is.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!