Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti sem einnig hefur verið kallaður Yngismeyjardagur markar upphaf Hörpu. Harpa er fyrsti sumarmánuðurinn í gamla norræna tímatalinu.
Sumardaginn fyrsta ber alltaf uppá fimmtudegi á tímabilinu 19-25. apríl. Lengi vel var sumardagurinn fyrsti messudagur eða til 1744. Nú er helst að fermt sé á fyrsta sumardag.

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar og vonumst við því eftir næturfrosti aðfaranótt fimmtudags. Í Sögu daganna – hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir  Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:

               Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.

BB óskar Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars og betri tíðar.

DEILA