Framboðslisti Framsóknarflokksins samþykktur í gær

Stefán Vagn Stefánsson frá sauðárkróki er nýr oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu aukakjördæmisþingi Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið var í fjarfundi þann 20. apríl.

Fimm efstu sæti listans eru skipuð samkvæmt niðurstöðu prófkjörs sem fram fór í febrúar og mars.

1. Stefán Vagn Stefánsson, Sauðárkróki – Yfirlögregluþjónn og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 

2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð – Háskólanemi og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna

3. Halla Signý Kristjánsdóttir, Önundarfirði – Alþingismaður

4. Friðrik Már Sigurðsson, Húnaþingi vestra – Bóndi og formaður byggðarráðs Húnaþings vestra

5. Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð – Skrifstofu- og mannauðsstjóri og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar

6. Elsa Lára Arnardóttir, Akranesi – Aðstoðarskólastjóri, formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og f.v. alþingismaður

7. Þorgils Magnússon, Blönduósi – Skipulags- og byggingarfulltrúi

8. Gunnar Ásgrímsson, Sauðárkróki – Háskólanemi

9. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir, Stykkishólmi – Nemi

10. Jóhanna María Sigmundsdóttir, Búðardal – Verkefnastjóri og f.v alþingismaður

11. Ragnheiður Ingimundardóttir, Strandabyggð – Verslunarstjóri

12. Gauti Geirsson, Ísafirði – Nemi

13. Sæþór Már Hinriksson, Sauðárkróki – Tónlistarmaður

14. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Borgarbyggð – Lögreglumaður

15. Sigurdís Katla Jónsdóttir, Dalabyggð -Nemi

16. Sveinn Bernódusson, Bolungarvík – Járnsmíðameistari

DEILA