Fossavatnsgangan: um 360 manns luku keppni

Verðlaunaafhending í 50 km göngu kvenna.

Aðalkeppnisdagur Fossavatnsgöngurinnar fór fram á laugardaginn í misjöfnu veðri. Keppt var í 12,5 km. 25 km og 50 km skíðagöngu. Um 230 manns luku keppni í 50 km göngunni. Þar varð Iris Pessey fyrst kvenna, þá Mari Jarsk og Fanney Rún Stefánsdóttir. Í karlaflokki varð Snorri Eyþór Einarsson fyrstur, Dagur Benediktsson annar og Albert Jónsson þriðji.

Í 25 km göngu voru liðlega 100 keppendur og 22 keppendur í 12,5 km göngu. Í 25 km göngunni var Sveinbjörn Orri Heimisson fyrstu karla og Karin Björnlinger fljótust kvenna.

Framkvæmd keppninnar tókst með ágætum þrátt fyrir erfiðar aðstæður bæði vegna covid og veðurs.

Ásdís Svava Hallgrímsdóttir í brautinni.

Myndir: Fossavatnsgangan.

DEILA