Eldsneytisnotkun dróst saman á árinu 2020

Samkvæmt samantekt Hagstofunnar varð verulegur samdráttur í eldsneytisnotkun til samgangna innanlands á síðasta ári.

Eldsneytisnotkun atvinnugreina í flutningastarfsemi á vegum dróst saman um 12% á milli 2019 og 2020 sem samsvarar 4.900 rúmmetrum af eldsneyti.

Eldsneytiskaup heimilanna drógust saman um 4% sem nemur 6.900 rúmmetrum. Leigustarfsemi, þar sem taldar bílaleigur, notaði 12% minna eldsneyti eða sem samsvarar um 1.700 rúmmetrum.

Þessu til vitbótar má nefna að það sem af er þessu ári var samdráttur í nýskráningum fólksbíla 15,8% fyrstu þrjá mánuði ársins saman borið við sömu mánuði á síðasta ári. Nýskráningar bifreiða voru alls 2.089.