Bólusetning gegn Covid gengur vel

Í vikunni 19. – 25. apríl verða yfir 12.000 einstaklingar bólusettir við COVID-19. Samtals 9400 einstaklingar bólusettir með bóluefni frá Pfizer, um 6000 fá fyrri bólusetningu og 2500 seinni bólusetningu.

Þar af voru um 2000 heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala bólusettir um helgina. Samtals fá 2600 einstaklingar bóluefni frá Moderna, sem skiptist jafnt í fyrri og seinni bólusetningu.

Bólusetning á Vestfjörðum gengur prýðilega. Í þessari viku voru bólusettir 120 manns, þar af þriðjungur sem fékk sinn seinni skammt.

Þessar vikurnar er það einkum fólk á líftæknilyfjum og fólk í áhættuhópum sem fær boð.

Bólusetningarhlutfall á Vestfjörðum er á pari við aðra landshluta enda allstaðar farið eftir sömu reglum. Bólusetningardagarnir eru miklar gleðistundir og léttir fyrir marga að fá sprautu.

DEILA