Bólusetning gegn covid gengur vel á Vestfjörðum

Í síðustu viku voru um 120 bólusettir , þar af þriðjungur sem fékk sinn seinni skammt. Það var einkum fólk á líftæknilyfjum og fólk í áhættuhópum.

Í þessari viku á að að bólusetja árganga fædda 1961 og fyrr ásamt því að halda áfram með forgangshópa með áhættuþætti.

Bólusett verður eftir því sem birgðir bóluefnis leyfa.

Fólk er beðið um að fylgjast vel með símunum sínum því þangað berast því boð um bóluseningu