Arctic Fish flytur í gamla Pólshúsið

Arctic Fish ehf. hefur tekið allt húsnæði að Sindragötu 10 á leigu til næstu ára. Fyrirtækið mun flytja þangað skrifstofur sínar og vera með lageraðstöðu til að þjónusta eldisstöðvar sínar. Í dag vinna um 10 manns á skrifstofunni á Ísafirði og gert er ráð fyrir að þeim muni fjölga á næstu misserum. Núverandi húsnæði var því orðið of lítið.

Arctic Fish tekur við húsnæðinu í byrjun maí og mun það þá verða endurnýjað að verulegu leiti. Vonast er til að hægt verði að flytja inn í lok sumars.

”Það er frábært að geta fundið þessu húsnæði nýtt hlutverk á sama tíma og við fáum húsnæði sem hentar okkur mjög vel. Bæði er það nálægt höfninni sem hentar okkur vel og því getum við sameinað bæði þjónustu við eldið og svo skrifstofur okkar.” segir Neil Shiran Þórisson fjármálastjóri félagins.

DEILA