Vélarvana bátur út af Hælavík

    Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip við Ísafjarðadjúp kölluð út vegna vélarvana báts norður af Hælavík. Einnig voru kölluð til nærliggjandi skip og eru Kobbi Láka og Gísli Jóns á leiðinni á vettvang. Kobbi Láka er kominn töluvert lengra enda munar um að styttri siglingatími er frá Bolungavík við þessar aðstæður.

    Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu sagði að það skipti sköpum að vera með skráningakerfi yfir staðsetningu einstakra skipa og báta þar sem það gerir Vaktstöð siglinga kleift að kalla til aðstoðar nærliggjandi skip.

    Línubáturinn Otur II er kominn að vélarvana bátnum og er kominn með taug á milli þeirra. ásamt björgunarskipunum.

    Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lndsbjörg.