Páskaegg ódýrust í Bónus

Samkvæmt verðkönnun sem ASÍ hefur gert er Bónus oftast með lægsta verðið á páskaeggjum, í 17 tilvikum af 23 en Hagkaup oftast með það hæsta, í 21 tilviki.

Krónan var í mörgum tilfellum nálægt Bónus í verði og munaði oft einungis 1 kr. á verði þó dæmi væru um meiri verðmun á páskaeggjum milli verslananna.

Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum í könnunum væri 10-20% eða í 15 tilvikum af 23. Í 5 tilvikum var innan við 10% munur á hæsta og lægsta verði, í tveimur tilvikum var 20-30% munur.

Mesti munur á hæsta og lægsta verði af páskaeggjum var á Góu Páskaeggi nr. 4, 37%. Lægst var verðið í Bónus, 1.098 kr. en hæst í Iceland og Hagkaupum, 1.499 kr. Í krónum talið var mestur munur á Nóa Siríus konfekt páskaeggi, 581 kr. en lægsta verðið var í Heimkaup, 2.907 kr. og hæsta verðið í Fjarðarkaupum, 3.488 kr.

DEILA