OV veitir 53 samfélagsstyrki að fjárhæð 5 m.kr.

Orkubú Vestfjarða hefur birt úthlutun samfélagsstyrkja fyrir 2021. Alls bárust 78 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 53 styrkir samtals að fjárhæð kr. 5.000.000 kr.

Við úthlutun styrkjanna var sérstaklega horft til verkefna sem eru til eflingar vestfirsku samfélagi.

Vegna samkomutakmarkana verður ekki sérstök athöfn fyrir afhendingu styrkjanna. Búið er að tilkynna styrkþegum um styrkveitinguna.

Eftirfarandi aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

  • Björgunarfélag Ísafjarðar kr. 200 þús. : Kaup á fjarskiptabúnaði
  • Vestri-knattspyrnudeild yngri flokkar kr. 100 þús. : Efla og auka samgang yngri knattspyrnuiðkenda
  • Klifurfélag Vestfjarða kr. 100 þús. : Uppbygging innanhússklifuraðstöðu á Ísafirði.
  • Marsibil G Kristjánsdóttir kr. 100 þús. : Útilistaverk á Gömlu smiðjuna á Þingeyri.
  • Framkvæmdasjóður Skrúðs kt. 500698-2179 kr. 100 þús. : Skrá og meta innanstokksmuni til varðveislu í Hlíð að Núpi í Dýrafirði
  • Barna- og unglingaráð kkd. Vestra kr. 100 þús. : Styrkur til búnaðarkaupa
  • Elfar Logi Hannesson kr. 50 þús. : Skráning leiklistarsögu Bolungarvíkur
  • Golfklubbur Bolungarvikur kr. 50 þús. : Golfkennsla fyrir börn og unglinga
  • Tankur menningarfélag kr. 100 þús. : Breyta gömlum olíutanki í tvær hvelfingar
  • Íþróttafélagið Ívar kr. 100 þús. : Kaup á bocciasettum
  • Knattspyrnufélagið Hörður kr. 100 þús. : Þáttaka 6. fl. drengja á Evrópumóti á Spáni
  • Krabbameinsfélagið Sigurvon kr. 100 þús. : Stækkun  starfsvæðis
  • Blakdeild Vestra kr. 100 þús. : Kaup á boltum og búnaði
  • Skúrin samfélagsmiðstöð á Flateyri ehf. kr. 100 þús. : Leiðtogaþjálfun og hugmynda- og vinnusmiðjur fyrir unga Vestfirðinga
  • Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 50 þús. : Barna og unglingastarf félagsins
  • Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses – Blábankinn kr. 100 þús. : Startup Westfjords
  • Viðburðastofa Vestfjarða kr. 50 þús. : Tónleikahald
  • Fornminjafélag Súgandafjarðar kr. 100 þús. : Bygging landnámsskála í botni Súgandafjarðar
  • Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri kr. 100 þús. : Fjarfundabúnaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg, Sunna Reynisdóttir Ívar Kristjánsson kr. 100 þús. : Skautasvell á Flateyri
  • Björgunarsveitin Ernir kr. 100 þús. : Kaup á nýjum breyttum jeppa og aukabúnaði
  • Tónlistarskóli Ísafjarðar kr. 100 þús. : Þátttaka Skólakórs Tónlistarskólans í Barnamenningarhátíð
  • Í garðinum hjá Láru kr. 75 þús. : Tónleikahald
  • Björgunarsveitin Tindar kr. 100 þús. : Skipta um þak á húsnæði sveitarinnar
  • Simbahöllin ehf kr. 100 þús. : Dönsk helgi á Þingeyri
  • Golfklúbburinn Gláma kr. 50 þús. : Uppbygging aðstöðu á golfvellinum í Meðaldal
  • Edda Björk Magnúsdóttir kr. 50 þús. :  Upplýsingaskilti um bæina í Hjarðardal í Dýrafirði
  • Act alone kr. 150 þús. : Leiklistarhátíð
  • Íþróttafélag Bílddælinga kr. 100 þús. :  Námskeiðshald fyrir alla aldurshópa á Bíldudal
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir kr. 50 þús. : Tónlistarsamstarf milli Vestfjarða og Austfjarða
  • Héraðssambandið Hrafna-Flóki kr. 100 þús. : Efla og auka samgang yngri knattspyrnuiðkenda starfssvæðum HSV-HSS-HHF
  • Skíðafélag Vestfjarða kr. 100 þús. : Rekstrarstyrkur
  • Ungmennafélag Tálknafjarðar kr. 100 þús. : Kaup á Panna velli
  • Björgunarsveitin Tálkni kr. 100 þús. : Ljósabúnaður á björgunarsveitarbíl
  • Íþróttafélagið Hörður kr. 100 þús. : Kaup á Panna velli
  • Rafstöðin, félagasamtök kr. 150 þús. : Hönnun og uppsetning sögusýningar
  • Björgunarsveitin Blakkur kr. 150 þús. : Til endurnýjunar á bíl
  • Björgunarsveitin Kópur Bíldudal kr. 100 þús. :  Styrkur  til búnaðarkaupa
  • FLAK ehf. kr. 75 þús. : Menningardagskrá FLAK árið 2021
  • Vildarvinir Grunnskóla Vesturbyggðar kr. 100 þús. : Þrívíddar fræsari fyrir snillismiðjur í Patreksskóla
  • Tálknafjarðarskóli kr. 50 þús. : Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð
  • Hótel Djúpavík kr. 50 þús. : The Factory Art Exhibition
  • Geislinn kr. 50 þús. : Til að efla og auka samgang yngri knattspyrnuiðkenda
  • Náttúrubarnaskólinn á Ströndum kr. 100 þús. : Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2021
  • Skíðafélag Strandamanna kr. 100 þús. : Bæta aðstöðu til skíðagöngu í Selárdal
  • Félagsmiðstöðvarnar á Reykhólum og Hólmavík kr. 50 þús. : Danskennsla tilraunaverkefni
  • Arnkatla – lista- og menningarfélag kr. 100 þús. : Byggja upp skúlptúraslóð inn fyrir þorpið á Hólmavík
  • Leikfélag Hólmavíkur kr. 100 þús. : Auka fjölbreytni í sumarstörfum í heimabyggð
  • Björgunarsveitin Dagrenning kr. 150 þús. : Viðhald á Rósubúð
  • Ungmennafélagið Geislinn kr. 100 þús. : Vegna kaupa á Panna velli
  • Hótel Djúpavík kr. 50 þús. : Vegna uppfærslu á sögusýningu
  • Reykhólahreppur kr. 100 þús. : Klúbbastarf félagsmisðtöðvarinnar
  • Björgunarsveitin Björg kr. 150 þús. : Vegna snjósleðakaupa
DEILA