Mikil aukning á laxi til slátrunar úr landeldi og úr sjókvíum

Aukningin sem orðið hefur á framleiðslu í eldi má að langstærstum hluta rekja til þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á magni á laxi úr sjókvíaeldi.

Nam framleiðslan á laxi úr sjókvíaeldi um 32,3 þúsund tonnum á árinu 2020 og jókst um rúm 27% á milli ára. Frá árinu 2015 hefur framleiðslan 13 faldast og margfalt meiru munar þegar litið er lengra aftur.

Nokkur aukning varð á framleiðslu á laxi í landeldi á milli áranna 2019 og 2020, eða rúm 26%, en þar hefur framleiðslan staðið nokkuð í stað á undanförnum árum.

Nam framleiðslan á laxi úr landeldi um 2,1 þúsund tonnum á árinu 2020, sem er rétt um 6% af heildarframleiðslu á eldislaxi.

Það hlutfall hefur farið stöðugt minnkandi á undanförnum árum og er ástæðan meðal annars sú að framleiðslukostnaðurinn við landeldi er margfaldur á við kostnað við framleiðsluna úr sjókvíeldi. Þar fyrir utan er kostnaður vegna fjárfestinga í landeldi margfalt hærri. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að kolefnisfótspor vegna lax sem alinn er á landi er hærri en í sjókví. Sá mismunur stafar af mörgum þáttum, svo sem meiri orkunotkun, landnotkun, endingartíma eldisstöðvar svo fátt eitt sé nefnt.

DEILA