Línuívilnun í og úr gildi

Eins og Bæjarins besta sagði frá í gær birti Fiskistofa tilkynningu þann 16. mars sl. um að línuívilnun í þorski félli niður frá og með 18. mars.  

Jafnframt að hún yrði endurvakin þann 1. júní nk.

Reglugerð sem nú hefur verið birt í Stjórnartíðindum ógildir hins vegar tilkynningu Fiskistofu.  

Þar er gerð breyting á reglugerð um línuívilnun þannig að viðmiðun í þorski á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst 2021 er færð til yfirstandandi tímabils.  

Þorskafli tímabilsins verður því innan þeirra marka sem kveðið er á um.  

DEILA