Landsnet: varúð við háspennulínur á fjöllum

Línan um Hestakleif. Mynd: Helgi Þórólfsson.

Nú á útmánuðum eru snjóalög farin að hækka og það veldur því að útivistarfólk þarf að sýna aðgát á fjöllum í nálægð við háspennulínur. Helgi Þorvaldsson hjá Landsneti vildi vekja athygli á þessu og nefndi sérstaklega línuna frá Breiðadal í Önundarfirði upp á fjöllin og þaðan um Hestakleif, Þverfjall og Botnsheiði til Bolungavíkur. Þessa dagana er línan reyndar ekki með spennu en það verður fljótlega sett á hana spenna.

Einnig brýndi Helgi fyrir útivistarfólki að sýna varkárni við Tálknafjarðarlínu vegna snjóalaga þar.

Kort sem sýnir línuna frá Breiðadal til Bolungavíkur.

DEILA