Kjörbúðin hefur opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

Kjörbúð er m.a. rekin í Bolungavík.

Kjörbúðin hefur nú opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki fyrir árið 2021. Opið verður fyrir umsóknir til 10. apríl næstkomandi og hægt er að nálgast umsóknarformið á vefsíðu verslunarinnar.

„Samfélags ábyrgð er mikilvægur þáttur í allri starfsemi Samkaupa og er samþætt með öllum verslunum fyrirtækisins. Einn af þeim þáttum sem okkur þykir hvað mikilvægastir í þeim efnum er að gefa til baka til samfélagsins og vænlegast þykir okkur að styrkja hin ýmsu samfélagsverkefni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum verslunarinnar, en Kjörbúðin rekur 15 verslanir víðsvegar um landið.

Þau verkefni sem samfélagstyrkir Kjörbúðarinnar ná yfir eru:

  • Heilbrigðan lífsstíl: Meðal annars er átt við hollan mat og næringu, heilsueflandi forvarnir, hreyfingu og íþróttir.
  • Æskulýðs- og forvarnarstarf: Hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, ásamt forvörnum og íþróttum sem snúa að börnum og ungmennum.
  • Umhverfismál: Verkefni sem snúa að minni sóun, endurvinnslu, nýtingu auðlinda, sjálfbærni, vistvæna þróun og loftslagsmál.
  • Mennta-, menningar- og góðgerðarmál: Menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðgerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál. 

Opið er fyrir umsóknir á vef Kjörbúðarinnar til 10. apríl. Styrkirnir verða afhentir í Kjörbúðum um miðjan maí.

                        Hægt er að sækja um hér https://kjorbudin.is/um-kjorbudina/saekja-um-styrk/

DEILA