Ísafjarðarbær: sviðsstjóraráðningin fyrir bæjarstjórn á fimmtudaginn

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri lagði fyrir bæjarráð í gær minnisblað sitt um  ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundaráðs auk samantektar Thelmu Kvaran, f.h. Intellecta, móttekið 12. mars 2021.

Bæjarráðið vísaði málinu áfram til bæjarstjórnar sem kemur saman á fimmtudaginn. Ekkert var gefið upp um innihaldið í minnisblaðinu, en búast má við því að þar sé tillaga um það hver verði ráðinn.

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs vék af fundi þegar þetta mál var rætt.