Ísafjarðarbær: Hafdís ráðin í sviðsstjórastarfið

Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi var ráðin í starf sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, Ísafjarðarbæjar á fundi bæjarstjórnar í gær. Birgir Gunnarsson bæjarstjóri gerði tillögu um ráðninguna og var hún samþykkt með fimm atkvæðum. Fjórir sátu hjá.

Hafdís sagði í samtali við Bæjarins besta að hún myndi draga sig út úr bæjarmálunum í kjölfarið.