Ísafjarðarbær: bæjarstjóri vísar á meirihlutann um framtíðarsýn fyrir þjónustumiðstöðina

Áhaldahúsið Ísafirði.

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær voru lögð fram svör bæjarstjóra við fyrirspurnum Örnu Láru Jónsdóttur varðandi nýlegar uppsagnir á þjónustumiðstöð bæjarins.

Fram kemur í svörunum að bæjarstjóri, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs og mannauðsstjóri unnu sameiginlega uppsögnunum en að endanleg ábyrgð á ákvörðuninni er á herðum bæjarstjóra.

Spurt var hvers vegna þessar ákvarðanir hafi ekki verið kynntar bæjarfulltrúum og er svar bæjarstjóra svohljóðandi:

„Lögð var áhersla á það að kynna málið fyrir þeim starfsmönnum sem í hlut eiga og starfsmönnum í Þjónustumiðstöð áður en þetta yrði opinbert. Fundað var með staðgengli forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar kl. 11 og málið kynnt fyrir honum. Síðan voru þeir starfsmenn sem í hlut áttu boðaðir til viðtals kl. 14 og loks var fundur með starfsmönnum í Þjónustumiðstöð kl. 15. Allir þessir fundir fór fram miðvikudaginn 24. febrúar.“

Einnig var spurt um hver framtíðarsýn meirhluta bæjarstjórnar væri fyrir þjónustumiðstöðina.

„Það er rétt að meirihlutinn svari fyrir sína framtíðarsýn og vísa ég þessari
fyrirspurn áfram til þeirra. Hins vegar er staðan sú að að þrátt fyrir að
snjómokstri hafi verið útvistað og sé ekki lengur verkefni þjónustumiðstöðvar þá hefur Þjónustumiðstöðin mörg önnur verkefni á sínum snærum. Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um breytingar þar á. Á meðan svo er mun Þjónustumiðstöðin áfram starfa í þeirri mynd sem hún er í dag að undanskildum snjómokstri í Skutulsfirði.“

DEILA