Ísafjarðarbær: átta styrkir að upphæð 1,1 m.kr.

Kvennakór Ísafjarðar fékk styrk. Mynd frá ferð kórsins til Ítalíu.

Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur úthluta átta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 1.100.000. Þetta er fyrri úthlutun 2021. Alls bárust 16 umsóknir.

Þessir fengu styrk:

Listahópurinn Allt Kollektív, sýningar á Flateyri, kr. 170.000,
Kvennakór Ísafjarðar, upptökur og útgáfa tónlistar, kr. 100.000,
Elísabet Gunnarsdóttir, Frönsk kvikmyndahátíð, kr. 50.000,
Kol og salt ehf. / Gallerí Úthverfa, Uppruni myndlistar á Ísafirði, kr. 170.000,
Óttar Gíslason, Sælkeraveisla á Þingeyri, kr. 170.000,
Pétur Ernir Svavarsson, Sumarsöngleikur „Níu-til-fimm“, kr. 170.000,
Heimabyggð, Glaðventa, kr. 170.000,
F. Chopin tónlistarfélagið á Íslandi, tónleikar Maksymilian Frach, kr. 100.000.

DEILA