Ísafjarðarbæ stefnt vegna uppsagnar

Þorbjörn H. Jóhannesson fyrrverandi umsjónarmaður eignasjóðs á Ísafirði hefur stefnt Ísafjarðarbæ fyrir dómstóla vegna uppsagnar hans á síðasta ári. Stefnunni var þingfest 3. febrúar síðastliðinn.

Starfið var lagt niður og bæjarstjóri vísaði þá til til ákvæða í sveitarstjórnarlögum og bæjarmálasamþykkt þar sem m.a. komi fram  að hann er æðsti yfirmaður starfsliðs sveitarfélagsins og gæti gert þessar breytingar án aðkomu bæjarstjórnar. 

Framundan er fyrirtaka, líklega á miðvikudaginn, þar sem Ísafjarðarbær leggur fram greinargerð sína og ákvörðun um aðalmeðferð verður svo tekin að því loknu.

DEILA