Hollvinasamtök Maríu Júlíu

Stofnfundur Hollvinasamtaka Maríu Júlíu var haldinn í Turnhúsinu á Ísafirði laugardaginn 6. mars 2021. Boðað var til hans af hálfu undirbúningshóps áhugamanna um framtíð og varðveislu björgunarskútunnar Maríu Júlíu.

Lögð voru fram drög að samþykktum sem fundurinn samþykkti með viðbótum á 4. grein.

Kjörin var 5 manna bráðabirgðastjórn sem falið var að fara með skráningu og önnur málefni félagsins ásamt því að boða til fyrsta aðalfundar samkvæmt samþykktum félagsins.

Í bráðabirgðastjórn félagsins voru kosin:

· Jón Sigurpálsson

· Björn Erlingsson

· Nancy Rut Helgadóttir

· Ágúst Österby

· Hörður Sigurbjarnarson

Fundarmönnum og öðrum áhugasömum gefst kostur á að skrá sig sem stofnfélaga á netslóðinni sem verður haldið opinni til og með 13. mars.

Samþykktir Hollvinasamtakanna er að finna á eftirfarandi netslóð.

Að fundi loknum boðaði nýkjörin stjórn til hreinsunardags um borð í Maríu Júlíu og var vel mætt miðað við stuttan fyrirvara. Var dekkið hreinsað þennan fyrsta dag og er stefnt á að hafa annan hreinsunardag fljótlega og mun hann verað auglýstur sérstaklega

DEILA