Hollt nammi á Þingeyri

Hollt nammi, eða svona nokkurn veginn er nafn á námskeiði sem verður haldið í Blábankanun á Þingeyri laugardaginn 13. mars kl.13 00 – 17 00.

Við sælgætisgerðina er notaðar döðlur, poppað bygg og margt annað en forðast er að nota til dæmis hvítan sykur.

Þátttaka er án endurgjalds og hver þátttakandi fær nokkra bita af hverri tegund með sér heim ásamt uppskriftum.

Hámark þátttakenda er 25 manns. Skráning á viðburðinn er á info@blabankinn.is eða í síma 6981449.

Á viðburðinum gætum við hreinlætis, tökum tillit til sóttvarnalaga og höldum fjarlægð, notum grímur og sótthreinsum snertifleti.

Styrktaraðili: Öll vötn til Dýrafjarðar

DEILA