Bríet á Þingeyri

Tónlistarkonuna Bríeti þarf vart að kynna en hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn 2018 og hefur haldið áfram að heilla fólk síðan þá.

Hún ætlar að vera á Þingeyri miðvikudaginn 3.mars og halda tvenna tónleika í félagsheimilinu.

Með henni koma gítarleikarinn Ruben Pollock og Þorleifur Gaukur Davíðson munnhörpuleikari Kaleo.

Fyrri tónleikarnir verða kl 18 og seinni tónleikarnir kl 21.

Takmörkuð sæti í boði og farið verður eftir öllum sóttvörnum.

Miðapantanir í síma 8420771 og það eru aðeins örfáir miðar eftir.